Hráefni

8 stk. kjúklingalæri
salt og pipar
1 ½ dl ostrusojasósa
1 msk. engifer, smátt saxað
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 msk. edik
1 msk. hunang
400 g soðnar linsubaunir

Aðferð

  • Kryddið kjúklingalærin með salti og pipar og bakið í 180°C heitum ofni í 25 mín.
  • Blandið saman ostrusojasósu, engifer, hvítlauk, ediki og hunangi í skál og skiptið í þrennt.
  • Penslið lærin með 1/3 af sósunni og bakið í 5 mín. í viðbót.
  • Setjið linsubaunirnar í pott, blandið 1/3 af sósunni saman við og hitið.
  • Berið kjúklinginn fram með linsubaununum og blönduðu salati.
  • Berið afganginn af sósunni fram með kjúklingnum.
0 Comments