Kjúklingaréttur Campbells (fyrir 6-8)

  • Heill kjúklingur
  • 0 Comments

Hráefni

1 heill kjúklingur
1 dós Campbell´s Cream Chicken Soup
ca 2 tsk. karrý
kjúklingakrydd
1/2 dl rjómi
örlítið af sýrðum rjóma
rifinn ostur

Aðferð

    • Kjúklingurinn kryddaður lítillega með kjúklingakryddi og grillaður.
    • Síðan er súpan þynnt með rjóma þannig að úr verður sósa. Hún er krydduð með karrýi og svolitlu kjúklingakryddi og sýrða rjómanum blandað saman við.
    • Kjötið skorið af kjúklingnum, sett saman við sósuna og allt sett í smurt eldfast mót. Rifnum osti stráð yfir og bakað við 180°C í um 20 mín. eða þar til osturinn er vel bráðinn.
    • Borið fram með hrísgrjónum, salati og brauði.
0 Comments