Hráefni

12 stk. kjúklingavængir
3 msk. sojasósa
1½ tsk. balsamikedik
1 tsk. þurrkað og mulið basilikum
1 dl olífuolía

Aðferð

    • Takið vængina í sundur á liðamótum ef þeir hafa verið keyptir heilir.
    • Blandið saman sojasósu, ediki, basilikum og ólífuolíu í stóra skál.
    • Setjið vængina út í og blandið vel saman.
    • Raðið vængjunum í ofnskúffu (eða í grillálform) og eldið í 200°C heitum ofni í 25-30 mín.

0 Comments