Kjúklingur með kanil og döðlum (Fyrir 4)

  • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Innihald

1,2 kg kjúklingabitar
2 msk möndlusmjör
1 dl appelsínusafi
1/2 tsk kanill
1/2 tsk karry
2 msk soyjasósa
Salt og pipar
100 g rauðlaukur
50 g dölur
100 g broccoli

Aðferð:

  • Hrærið saman möndlusmjöri, appelsínusafa, kanil, karry og soyjasósu. Marinerið kjúklinginn í blöndunni gott að láta liggja yfir nótt. Skerið grænmetið og döðlurnar í bita og setjið í eldfastform. Raðið kjúklingabitunum ofaná og kryddið með salti og pipar. Bakið við 175°C í 40-50 mínútur eða þar til kjúklingurinn er gegneldaður. Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati
0 Comments