Hráefni

4 kjúklingabringur eða -lundir
1 dós kókosmjólk (400 ml)
1 sítrónugrasstöngull, skorinn í helminga
1 tsk. engifer
1 tsk. kjúklingakraftur
sósujafnari

Aðferð

  • Setjið allt nema sósujafnarann í pott og sjóðið við vægan hita í
  12-15 mín.
  • Takið bringurnar upp úr og þykkið sósuna með sósujafnara.

Kúskússalat

3 dl kúskús
3 dl sjóðandi vatn
1 dl steinselja, smátt söxuð
1 dl minta, smátt söxuð
3 msk. sítrónusafi
1-2 tómatar, smátt saxaðir
1 laukur, smátt saxaður
salt

Aðferð

  • Setjið kúskúsið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir.
  • Hrærið vel saman, breiðið álpappír yfir skálina og kælið.
  • Blandið öllu hinu saman við kúskúsið og berið fram.
0 Comments