Hráefni

1 heill kjúklingur, hlutaður niður í bita
½ bolli hveiti
1 tsk. salt
¼ tsk. pipar
8 msk. smjör
2 msk. appelsínubörkur, rifinn
¼ bolli sítrónusafi
¼ bolli appelsínulíkjör
1 msk. sojasósa
¼ bolli hunang
8 litlar gulrætur, soðnar (baby carrots)

Aðferð

  • Blandið saman í plastpoka hveiti, salti og pipar. Bætið kjúklingnum í pokann, tveimur bitum í einu, og hristið vel til að húða bitana.
  • Bræðið helminginn af smjörinu á pönnu (4 msk.).
  • Veltið kjúklingabitunum upp úr bræddu smjörinu og raðið í ofnskúffu eða eldfast mót. Bakið við 165°C í 30 mín.
  • Bræðið afganginn af smjörinu á pönnu. Bætið í appelsínuberkinum, sítrónusafanum, líkjörnum, sojasósunni og hunanginu. Takið u.þ.b. 2 msk. af blöndunni frá.
  • Takið kjúklinginn úr ofninum, snúið honum við og hellið blöndunni yfir hann.
  • Setjið aftur inn í ofn og eldið í 30 mín. til viðbótar, ausið blöndunni af og til yfir kjúklinginn.
  • Blandið saman við soðnar gulræturnar 2 msk. af blöndunni sem var tekin frá og berið fram með kjúklingnum.
0 Comments