Hráefni

400 g gróft niðurskorið kjúklingakjöt
1 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, skorinn í báta
4 hvítlauksrif, marin
1 msk. engiferduft
2 meðalstórar gulrætur, skornar í bita
1 bolli niðursoðnar kjúklingabaunir, vökvanum hellt af
½ bolli rúsínur
2 stk. kanilstangir
1 ½ tsk. cumin
½ tsk. túrmerik
5 bollar vatn
2 stk. meðalstórir kúrbítar (zucchini), skornir í bita
2 bollar cous cous

Aðferð

  • Brúnið kjúklingakjötið í olíunni í stórum potti í u.þ.b. 10 mín. eða þangað til hann er orðinn brúnn á öllum hliðum.
  • Bætið við lauk, hvítlauk, kjúklingabaunum, engifer, gulrótum, rúsínum, kanilstöngum, cumin, túrmerik og vatni.
  • Látið suðuna koma upp, lækkið undir pottinum og látið malla í 20 mín.
  • Bætið kúrbítnum við og látið malla í 10 mín. í viðbót.
  • Takið kanilstangirnar upp úr. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
  • Berið fram í stórum skálum ofan á soðnum cous cous.
  • Þessi réttur er tilvalinn til frystingar eftir eldun.
0 Comments