Hráefni

600 g kjúklingabringur
4 stórar Tortillas pönnukökur
1 krukka salsasósa
1 krukka ostasósa
200 g rjómaostur
200 g sýrður rjómi
rifinn ostur

Aðferð

  • Kjúklingabringurnar skornar í strimla og fulleldaðar á pönnu eða í ofni.
  • Rjómaostinum og sýrða rjómanum hrært saman.
  • Hráefnið sett í þessari röð í eldfast mót:
  Pönnukökur
  Rjómaostur + sýrður rjómi
  Kjúklingur
  Salsasósa
  Pönnukökur
  Rjómaostur + sýrður rjómi
  Kjúklingur
  Ostasósa
  Rifinn ostur yfir
  • Bakað í ofni í 20-30 mín. á 170°C, eða þar til rétturinn er orðinn gegnheitur og osturinn hefur bakast.
0 Comments