Ritz-kjúklingaréttur (fyrir 4-6)

 • Heill kjúklingur
 • 0 Comments

Hráefni

1 heill kjúklingur
1 pk. Ritz-kex
smjör
sterkur ostur

Aðferð

  • Kjúklingurinn hlutaður niður (eða keyptur í bitum).
  • Ritz-kexið sett í poka og mulið vel með kökukefli.
  • Smjörið brætt í potti, kjúklingabitunum velt upp úr því og síðan upp úr kexmulningnum.
  • Bitarnir settir í eldfast mót og miklu af rifnum sterkum osti dreift yfir.
  • Bakað í 50 mín. við 200°C.
  • Borið fram með hrísgrjónum og sojasósu eða karrýsósu með laukbitum og fersku salati.
0 Comments