Sítrónukjúklingur með kryddsósu (fyrir 4-5)

  • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

1500 g kjúklingabitar
2 sítrónur
frönsk kryddblanda (Provencale)
matarolía eða smjör til steikingar
4 lárviðarlauf
1 kjúklingateningur
4 dl vatn
salt og pipar
sósujafnari
örlítill sykur

Aðferð

    • Kreistið safa úr einni sítrónu og nuddið yfir kjúklingabitana.
    • Kryddið með franskri kryddblöndu og látið bíða í 15-20 mín.
    • Þerrið kjúklingabitana og brúnið í potti í matarolíu eða smjöri.
    • Setjið lárviðarlauf og einn kjúklingatening út í ásamt vatninu.
    • Sjóðið réttinn í klukkutíma eða þar til kjötið er meyrt.
    • Sneiðið hina sítrónuna og bætið tveimur til þremur sneiðum út í réttinn síðustu mínúturnar.
    • Kryddið með salti og pipar.
    • Takið kjúklingabitana upp úr pottinum og jafnið soðið með sósujafnara.
    • Bragðbætið með sítrónusafa, örlitlum sykri og franskri kryddblöndu.
    • Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum og brauði.
0 Comments