Súrsætur kjúklingur (fyrir 4-5)

  • Heill kjúklingur
  • 0 Comments

Hráefni

1 heill kjúklingur
1 msk. matarolía
2 msk. barbeque-sósa
2 msk. edik
2 msk. sérrí
1 msk. sojasósa
1 tsk. sesamolía
250 g eggjanúðlur

Aðferð

    • Hitið ofninn í 180°C.
    • Blandið olíu, vatni, barbeque-sósu, ediki, sérríi, sojasósu og sesamolíu vel saman og penslið kjúklinginn vel með kryddblöndunni.
    • Setjið í eldfast mót og inn í ofninn. Steikið kjúklinginn í a.m.k. 50 mín.
    • Berið fram með sósunni hér að neðan, kínverskum núðlum, blaðlauk, agúrku og rauðri papriku, sem allt er skorið í fína strimla.

Sósa

1 msk. matarolía
150 g niðursoðinn ananas
1/2 msk. engiferrót
1 hvítlauksrif
1 dl vatn
1 dl ananassafi
2 tsk. barbeque-sósa
1 msk. sojasósa
2 msk. sérrí
1/2 kjúklingateningur
1 msk. edik

Aðferð

    • Hitið olíu á pönnu. Merjið hvítlauk og rífið engiferrót og mýkið í olíunni.
    • Skerið ananashringi í bita og hitið á pönnunni með kryddinu.
    • Hellið vatni, sojasósu, barbeque-sósu, sérríi, ediki og myljið
    kjúklingateninga út í. Hleypið upp suðu og þykkið með sósujafnara ef þörf er á.
0 Comments