Hráefni

10 úrbeinuð kjúklingalæri með skinni (lítið mál að úrbeina, má líka nota bringur með skinni)
½ pakki saltkex, mulið (t.d. Ritz)
2 tsk. kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
2 tsk. lambakjötskrydd frá Pottagöldrum
2 tsk. graslaukur, ferskur eða þurrkaður
1 egg
örlítil mjólk

Aðferð

    • Setijð kexmulninginn og kryddið í stóra skál og blandið vel saman.
    • Pískið saman egg og mjólk.
    • Dýfið kjötinu í eggjahræruna.
    • Setjið í eldfast mót og bakið í ofni í 40-50 mín. á 180C°.
    • Borið fram með kaldri sósu, hrásalati og / eða kartöflusalati.
0 Comments